um ddea

ddea var stofnað árið 2022 af Eddu Gunnlaugsdóttur. ddea er fatamerki sem sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á hágæðafatnaði. Edda er lærður fata- og textílhönnuður úr University of the Arts London - London College of Fashion.  

Framleitt á Ítalíu
Efnin okkar koma frá hágæðaframleiðendum á Ítalíu og eru vörurnar okkar einnig framleiddar þar. Verksmiðjurnar eru litlar og er vel gætt að starfsfólki.

Við leggjum höfuðáherslu á góð og vönduð efni og vinnum aðallega með ítalskt silki, sem er eitt vandaðasta efni í heiminum. Silki er þeim eiginleika gætt að verða fallegra með tímanum. Við viljum að flíkur frá ddea séu notaðar aftur og aftur við hin ýmsu tilefni.

Takmarkað upplag
Vörur okkar koma í mjög takmörkuðu upplagi. Fæstar vörur verða framleiddar í sama lit eða mynstri aftur.

Við viljum að þú sért ánægð/ur með fötin okkar. Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að hafa samband. 

ddea@ddea.is

Contact form